Fréttir

Styrkir fyrir fatlaða auglýstir

Félagsþjónustur Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar vekja athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. reglugerð nr. 550/1994 um styrki vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fyrir fatlað fólk
Lesa

Sjúk ást í Egilsstaðaskóla

Mánudaginn 9. apríl klukkan 20:00 verður fræðslufyrirlestur fyrir foreldra í Egilsstaðaskóla. Sjúk ást er verkefni á vegum Stígamóta og miðar að því að fræða ungmenni um heilbrigð og óheilbrigð sambönd og samskipti og ofbeldi af ýmsu tagi.
Lesa

Auglýst er eftir forstöðumanni Rannsóknaseturs HÍ á Austurlandi

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands auglýsir til umsóknar starf forstöðumanns Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi, sem jafnframt er starf sérfræðings. Stofnun Rannsóknasetra Háskóla Íslands hyggst koma að nýju á fót Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Austurlandi sem starfaði þar á árunum 2008 til 2010.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 4. apríl

272. fundur bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 4. apríl 2018 og hefst hann klukkan 17. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Könnun um þörf á fjarnámi

Samband sveitarfélaga á Austurlandi hefur falið Austurbrú að kanna fjarnámsþörf á Austurlandi en framboð greina í fjarnámi frá háskólunum hefur verið svipað í mörg ár. Í þessum tilgangi hefur verið búin til stutt könnun til að meta þarfir og áhuga á fjarnámi.
Lesa

Um menntun starfsfólks í leikskólum

Vegna umfjöllunar um menntun starfsfólks í leikskólum á Austurlandi: Vel hefur tekist til við mönnun leikskólanna á Fljótsdalshéraði ef horft er til viðmiða á landsvísu.
Lesa

Almennur borgarafundur á mánudagskvöld

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs boðar til opins borgarafundar í fyrirlestrasal Egilsstaðaskóla 2. hæð mánudaginn 26. mars klukkan 20. Kynntur verður ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017 og farið yfir áherslur sveitarfélagsins fyrir árið og næstu ár. Fulltrúar Vegagerðarinnar koma á fundinn og fara yfir helstu verkefni stofnunarinnar innan sveitarfélagsins.
Lesa

Umferðaröryggisáætlun Fljótsdalshéraðs gefin út

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur gefið út umferðaröryggisáætlun fyrir árin 2017-2021. Þetta er í fyrsta skipti sem heildstæð umferðaröryggisáætlun er gerð fyrir sveitarfélagið.
Lesa

Virkjum bjargráðin

Áfallateymi Austurlands stendur fyrir opnum fundi í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði, miðvikudagskvöldið 21. mars klukkan 20. Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur hjá Rauða krossi Íslands, fjallar um áföll og viðbrögð í kjölfar þeirra og þau bjargráð er við eigum og hvernig við hlúum hvert að öðru.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

271. fundur bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 21.mars 2018 og hefst hann kl. 17.00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa