22.05.2018
kl. 12:03
Jóhanna Hafliðadóttir
Auglýsing frá yfirkjörstjórn Fljótsdalshéraðs um kosningar til sveitarstjórnar þann 26. maí 2018.
Kjörstaður við sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí nk. verður að venju í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Kjörfundur hefst klukkan 09:00 og honum lýkur klukkan 22.00.
Lesa
22.05.2018
kl. 08:25
Haddur Áslaugsson
Mánudagskvöldið 21. maí kl. 20:00 var haldinn sameiginlegur framboðsfundur allra framboða vegna sveitarstjórnarkosninga á Fljótsdalshéraði. Fundurinn var haldinn í grunnskólanum á Egilsstöðum og var hann vel sóttur.
Hægt er að horfa á upptökur frá fundinum í fréttinni.
Lesa
18.05.2018
kl. 16:16
Jóhanna Hafliðadóttir
Þriðjudaginn 22. maí verður undirritað samkomulag milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og Fljótsdalshéraðs um stofnframlag til byggingar menningarhúss á Egilsstöðum. Athöfnin fer fram við Safnahúsið á Egilsstöðum klukkan 17:15.
Lesa
18.05.2018
kl. 14:02
Jóhanna Hafliðadóttir
Helgina 19.-20. maí býður Ungmennafélagið Þristur Héraðsbúa, nærsveitunga og alla áhugasama velkomna á frisbígolfnámskeið í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. Á námskeiðunum verða kennd undirstöðuatriði, og öll helstu trixin, í frisbígolfi.
Lesa
18.05.2018
kl. 08:45
Andri Ómarsson
Kröflulína 3 er fyrirhuguð frá tengivirki við Kröfluvirkjun í Skútustaðahreppi að tengivirki við
Fljótsdalsstöð í Fljótsdalshreppi. Í gildandi Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 er gert ráð fyrir
línunni og að hún liggi meðfram Kröflulínu 2, sem þegar er risin. Línuleiðin liggur frá vestari
staðarmörkum sveitarfélagsins í Jökulsá á Fjöllum við Núpaskot að staðarmörkum Fljótsdalshrepps á
Klausturselsheiði. Landsnet lagði í júlí 2017 fram umhverfisskýrslu í samræmi við lög um mat á
umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Þar kemur fram að sá kostur sem Landsnet telur nú heppilegastan,
víkur frá línuleiðinni í aðalskipulaginu á 10 km kafla innan Fljótsdalshéraðs.
Lesa
17.05.2018
kl. 17:45
Jóhanna Hafliðadóttir
Mánudaginn 21. maí , á annan í hvítasunnu, verður Fjölmenningarhátíð haldin í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt - í boði verða vinnustofur, tónlist, alþjóðlegar kvikmyndir, stuttir fyrirlestrar, leikir og matur.
Lesa
16.05.2018
kl. 10:54
Jóhanna Hafliðadóttir
Í tilefni þess að Fimleikasamband Íslands er 50 ára ætlar fimleikadeild Hattar að taka þátt í því að setja heimsmet í handstöðu. Viðburðurinn fer m.a. fram í Laugardalshöllinni en einnig á Vilhjálmsvelli fimmtudaginn 17. maí.
Lesa
15.05.2018
kl. 15:19
Jóhanna Hafliðadóttir
Boðað er til sameiginlegs framboðsfundar allra framboða á Fljótsdalshéraði vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 26. maí næstkomandi.
Framboðsfundurinn verður haldinn í Egilsstaðaskóla mánudaginn 21. maí klukkan 20:00.
Lesa
14.05.2018
kl. 16:24
Jóhanna Hafliðadóttir
Nú þegar sumarið nálgast óðfluga er ekki úr vegi að benda á allt það frábæra tómstundastarf sem fer fram á Fljótsdalshéraði. Upplýsingar um tómstundastarf og ýmis konar námskeið sem haldin verða í sumar fyrir börn og ungmenni eru nú aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins en í ár ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa
11.05.2018
kl. 16:05
Jóhanna Hafliðadóttir
275. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 16. maí 2018 og hefst hann kl. 17:00.
Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni.
Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa