Myndband - Sameiginlegur framboðsfundur allra framboða á Fljótsdalshéraði

Frambjóðendur að koma sér fyrir fyrir pallborðsumræður.  Mynd Sigrún Blöndal
Frambjóðendur að koma sér fyrir fyrir pallborðsumræður. Mynd Sigrún Blöndal

Mánudagskvöldið 21. maí kl. 20:00 var haldinn sameiginlegur framboðsfundur allra framboða vegna sveitarstjórnarkosninga á Fljótsdalshéraði. Fundurinn var haldinn í grunnskólanum á Egilsstöðum og var hann vel sóttur.

Sigurjón Bjarnason stýrði fundinum. Í upphafi fundar fór yfir skipulag hans og sá síðan til þess að frambjóðendur og fundarmenn færu eftir því í stórum dráttum. Dregið var um röð fulltrúa þegar framsögur voru fluttar og einnig þegar þeir fluttu sín lokaorð. Einnig sátu tveir fulltrúar frá hverju framboði í pallborði og svöruðu spurningum fundarmanna utan úr sal.

Fundurinn var tekinn upp og er hægt að sjá upptökur frá honum hér fyrir neðan fréttina.

 

Uppataka frá fundinum

1. hluti

2. hluti

3. hluti