Ókeypis frisbígolfnámskeið fyrir alla fjölskylduna

Á námskeiði í Lómatjarnargarði fyrir þremur árum þegar körfurnar voru settar upp.
Á námskeiði í Lómatjarnargarði fyrir þremur árum þegar körfurnar voru settar upp.

Helgina 19.-20. maí býður Ungmennafélagið Þristur Héraðsbúa, nærsveitunga og alla áhugasama velkomna á frisbígolfnámskeið í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. 

Á námskeiðunum verða kennd undirstöðuatriði, og öll helstu trixin, í frisbígolfi undir styrkri handleiðslu landsliðsmannsins Mikaels Mána Freyssonar. Hentar námskeiðið bæði byrjendum í frisbígolfi sem og lengra komnum.

Laugardaginn 19. maí verður barna/fjölskyldunámskeið á milli klukkan 10-12 og 13-15 og á sunnudaginn 20. maí verður fullorðinsnámskeið frá klukkan13 til 16.

Þegar námskeiði lýkur á sunnudaginn verður brugðið á leik og haldið lítið frisbígolfmót sem hefst klukkan16:30. Verður keppt í barna- og fullorðinsflokkum og eru allir velkomin. Verða vegleg verðlaun í boði Frisbígolfbúðarinnar.

Hægt er að finna allar upplýsingar um námskeiðið hér og skráningar skulu berast á netfangið thristur701@gmail.com.

Ekki er nauðsynlegt að eiga frisbígolfdiska heldur er hægt að fá þá lánaða á staðnum.