Fréttir

Vel heppnað Urriðavatnssund

Laugardaginn 28. júlí 2018 fór fram hið árlega Urriðavatnssund, en sundið er hluti af Landvættaröðinni og hefur verið haldið síðan 2013. Metþátttaka var í sundinu í ár, 171 skráður en 159 luku keppni. Fljótastur karla var Hákon Jónsson á 40:21 en Hafdís Sigurðardóttir fyrst kvenna á 42:51.
Lesa

38 listamenn sýna í 3 stofnunum bæjarins

Í síðustu viku var dreifibréf sent í öll hús á Fljótsdalshéraði þar sem vakin er athygli á myndlistarsýningunni Nr. 2 Umhverfing sem haldin er þremur byggingum á Egilsstöðum; Hjúkrunarheimilinu Dyngju, Safnahúsinu og Sláturhúsinu menningarsetri. Hér er um að ræða samsýningu 38 myndlistarmanna sem tengdir eru Fljótsdalshéraði með einum eða öðrum hætti. Ókeypis er á sýninguna.
Lesa

Persónuverndarfulltrúi ráðinn til starfa

Nýlega gengu í gildi ný lög um persónuvernd, sem kalla á mikla vinnu hjá sveitarfélögum og fyrirtækjum við að skrá og skipuleggja alla ferla um meðferð persónuupplýsinga. Fljótsdalshérað réð í vor Aron Thorarensen sem verkefnastjóra til að stýra innleiðingarferlinu og hafa yfirumsjón með verkefninu hjá sveitarfélaginu, meðan það stendur yfir. Hann mun einnig sjá um sambærilega vinnu fyrir sveitarfélögin Djúpavogshrepp, Fljótsdalshrepp, Seyðisfjarðarkaupstað og Borgarfjarðarhrepp.
Lesa

Sumarlokun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs

Á fundi bæjarstjórnar 6. júní var samþykkt að sumarlokun bæjarskrifstofunnar 2018 verði frá og með mánudeginum 23. júlí, til og með föstudeginum 3. ágúst.
Lesa

Samið um jarðgerð lífræns heimilssorps

Fulltrúar Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Íslenska Gámafélagsins skrifuðu þann 19. júlí undir samning um jarðgerð á lífrænum heimilisúrgangi sem fellur til á Fljótsdalshéraði og á Seyðisfirði.
Lesa

Samvera fjölskyldunnar skiptir máli

Í nokkur ár hefur Fljótsdalshérað verið hluti Saman-hópsins, en aðalmarkmið þess hóps er að auka samstarf fólks sem vinnur að forvörnum. Skilaboðum hópsins hefur frá stofnun verið komið á framfæri í fjölmiðlum, með umræðum og auglýsingum, en hópurinn leggur áherslu á að starf hans skili sér til allrar landsbyggðarinnar.
Lesa

Íþróttahelgi á Héraði

Líflegum íþróttadögum lauk á Fljótsdalshéraði í sunnudag, en um helgina var bæði Íslandsmót utanhúss í bogfimi og Sumarhátíð UÍA. Að auki var keppt í knattspyrnu bæði á Vilhjálmsvelli og á Fellavelli. Allt saman fór þetta að sjálfsögðu fram í rjómablíðu.
Lesa

Sumarleyfi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs 2018

Á fundi bæjarstjórnar 4. júlí samþykkti hún að sumarleyfi bæjarstjórnar 2018 verði frá og með 5. júlí og til og með 13. ágúst. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verður 22. ágúst, þó svo að hefðbundinn fundartími bæjarstjórnar ætti að vera 15. ágúst.
Lesa

Fjallahjólakeppni á sumarhátíð

Í tengslum við fjallahjólakeppni á sumarhátíð ÚÍA og Síldarvinnslunnar verður hluta stíga í Selskógi lokað á milli klukkkan 10 og 11:30 eða á meðan keppni stendur laugardaginn 7. júlí.
Lesa

Sumarhátíð UÍA og Íslandsmót í bogfimi um helgina

Um helgina fara fram tvö íþróttamót á Héraði. Annars vegar er það hin árlega Sumarhátíð UÍA og hins vegar er um að ræða Íslandsmótið í bogfimi utanhúss.
Lesa