38 listamenn sýna í 3 stofnunum bæjarins

Hluti sýningar. Vefnað Steinunnar Bjargar Helgadóttur má t.d. finna á neðstu hæð Safnahússins.
Hluti sýningar. Vefnað Steinunnar Bjargar Helgadóttur má t.d. finna á neðstu hæð Safnahússins.

Í síðustu viku var dreifibréf sent í öll hús á Fljótsdalshéraði þar sem vakin er athygli á myndlistarsýningunni Nr. 2 Umhverfing sem haldin er þremur byggingum á Egilsstöðum; Hjúkrunarheimilinu Dyngju, Safnahúsinu og Sláturhúsinu menningarsetri. Hér er um að ræða samsýningu 38 myndlistarmanna sem tengdir eru Fljótsdalshéraði með einum eða öðrum hætti. Ókeypis er á sýninguna.

Það er listahópurinn Academy of the Senses sem stendur fyrir sýningunni en með henni vill hópurinn færa fólki myndlist í óhefðbundnum rýmum og vera vettvangur umræðu um sköpun, skynjun og menningu. „Orðið umhverfing hefur marglaga merkingu, að snúast, fara í hringi, breytast, umhverfast. Orðið vísar í umhverfið, náttúruna. Umhverfið hefur áhrif á okkur, úr hvaða umhverfi komum við – hvar liggja rætur okkar?“, segir í veglegri bók sem gefin var út þegar sýningin var opnuð. Umfjöllunarefni listamannanna endurspeglar umhyggju þeirra fyrir náttúrunni og menningararfinum.

Listafólkið sem á verk á sýningunni á Egilsstöðum er: Anna Eyjólfsdóttir, Aron Kale, Bjargey Ólafsdóttir, Björg Steinunn Helgadóttir, Borghildur Tumadóttir, Borghildur Óskarsdóttir, Gunnar Árnason, Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir, Helgi Þórsson, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kolbeinn Magnússon, Kristín María Ingimarsdóttir, Laura Ford, Magnús Pálsson, Margrét Norðdahl, Marietta Maissen, Ólöf Birna Blöndal, Ólöf Björk Bragadóttir, Ólöf Nordal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Pétur Behrens, Pétur Magnússon, Ragnhildur Lára Weisshappel, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí, Saga Unnsteinsdóttir, Sigrún Sveinsdóttir, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Steinunn Björg Helgadóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Tumi Magnússon, Viktor Pétur Hannesson, Vilhjálmur Einarsson, Yst Ingunn St. Svavarsdóttir, Þórarinn Ingi Jónsson, Þórdís Alda Sigurðardóttir, Þórunn Dís Halldórsdóttir og Þórunn Eymundardóttir.

Opnunartími á sýninguna er:
- Safnahúsið – opnunartími er alla daga frá klukkan 10 til 18.
- Sláturhúsið menningarsetur – opnunartími er þriðjudaga til laugardaga, frá klukkan 11 til 16
- Hjúkrunarheimilið Dyngja – opnunartími er laugardaga og sunnudaga frá klukkan 13 til 17 (gott er að láta vita af sér í anddyri Dyngju)