Líflegum íþróttadögum lauk á Fljótsdalshéraði í sunnudag, en um helgina var bæði Íslandsmót utanhúss í bogfimi og Sumarhátíð UÍA. Að auki var keppt í knattspyrnu bæði á Vilhjálmsvelli og á Fellavelli. Allt saman fór þetta að sjálfsögðu fram í rjómablíðu.
Um 40 keppendur kepptu á Íslandsmótinu utanhúss í bogfimi og gekk mótið afar vel, en þetta er í fyrsta sinn sem mót af þessu tagi er haldið á Austurlandi. Er óskandi að við Austfirðingar sjáum meira af slíkum mótum í framtíðinni, enda öflugt starf unnið á Fljótsdalshéraði hjá bogfimideild Skaust.
Hægt er að lesa frétt og sjá úrslit mótsins á archery.is.
Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar hófst á föstudegi með púttmóti og borðtenniskeppni. Á laugardegi voru fjallahjólreiðar í Selskógi og frábær dagskrá og keppni bæði í Tjarnargarði og Bjarnadal. Frjálsíþróttamótið hefðbundna fór svo fram á Vilhjálmsvelli á sunnudegi ásamt boccia, og var gaman að sjá bæði unga sem aldna taka þátt.
Þó svo að Sumarhátíðin hafi breyst í tímanna rás er hún órjúfanlegur hluti sumarsins fyrir marga Austfirðinga og flestir nú þegar farnir að hlakka til næstu hátíðar.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.