- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Líflegum íþróttadögum lauk á Fljótsdalshéraði í sunnudag, en um helgina var bæði Íslandsmót utanhúss í bogfimi og Sumarhátíð UÍA. Að auki var keppt í knattspyrnu bæði á Vilhjálmsvelli og á Fellavelli. Allt saman fór þetta að sjálfsögðu fram í rjómablíðu.
Um 40 keppendur kepptu á Íslandsmótinu utanhúss í bogfimi og gekk mótið afar vel, en þetta er í fyrsta sinn sem mót af þessu tagi er haldið á Austurlandi. Er óskandi að við Austfirðingar sjáum meira af slíkum mótum í framtíðinni, enda öflugt starf unnið á Fljótsdalshéraði hjá bogfimideild Skaust.
Hægt er að lesa frétt og sjá úrslit mótsins á archery.is.
Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar hófst á föstudegi með púttmóti og borðtenniskeppni. Á laugardegi voru fjallahjólreiðar í Selskógi og frábær dagskrá og keppni bæði í Tjarnargarði og Bjarnadal. Frjálsíþróttamótið hefðbundna fór svo fram á Vilhjálmsvelli á sunnudegi ásamt boccia, og var gaman að sjá bæði unga sem aldna taka þátt.
Þó svo að Sumarhátíðin hafi breyst í tímanna rás er hún órjúfanlegur hluti sumarsins fyrir marga Austfirðinga og flestir nú þegar farnir að hlakka til næstu hátíðar.