Fulltrúar Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Íslenska Gámafélagsins skrifuðu þann 19. júlí undir samning um jarðgerð á lífrænum heimilisúrgangi sem fellur til á Fljótsdalshéraði og á Seyðisfirði.
Samningurinn gerir ráð fyrir að allur lífrænn heimilisúrgangur sem safnað er í sveitarfélögunum verði fluttur til jarðgerðar á Reyðarfirði, þar sem lífrænn heimilisúrgangur úr Fjarðabyggð hefur verið jarðgerður um nokkurra mánaða skeið.
Reiknað er með að næsta vor verði til molta, unnin úr austfirskum heimilisúrgangi, sem íbúar geta náð sér í og notað í garða sína.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.