Mánudaginn 21. maí , á annan í hvítasunnu, verður Fjölmenningarhátíð haldin í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt - í boði verða vinnustofur, tónlist, alþjóðlegar kvikmyndir, stuttir fyrirlestrar, leikir og matur.
„Með hátíðinni viljum við heiðra menningu og fjölbreytileika samfélagsins á Héraði“, segir Kristín Amalía Atladóttir forstöðukona Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.
„Komið með fjölskyldu og vinum og deilið með okkur góðum degi“, segir Kristín. Hátíðin stendur yfir frá klukkan 10:30 til 23:00 og lýkur með dansi. Allir velkomnir, ekki síst börn. Lítið við á einstaka viðburði, hluta úr degi eða hangið með okkur allan daginn.
Sjá Facebook síðu Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshérað og víðar
Dagskrá hátíðarinnar er að finna hér.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.