- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Mánudaginn 21. maí , á annan í hvítasunnu, verður Fjölmenningarhátíð haldin í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt - í boði verða vinnustofur, tónlist, alþjóðlegar kvikmyndir, stuttir fyrirlestrar, leikir og matur.
„Með hátíðinni viljum við heiðra menningu og fjölbreytileika samfélagsins á Héraði“, segir Kristín Amalía Atladóttir forstöðukona Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.
„Komið með fjölskyldu og vinum og deilið með okkur góðum degi“, segir Kristín. Hátíðin stendur yfir frá klukkan 10:30 til 23:00 og lýkur með dansi. Allir velkomnir, ekki síst börn. Lítið við á einstaka viðburði, hluta úr degi eða hangið með okkur allan daginn.
Sjá Facebook síðu Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshérað og víðar
Dagskrá hátíðarinnar er að finna hér.