Framboðsfundur vegna sveitarstjórnarkosninga 2018

Utan kjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á sýslu- skrifstofunni Lyngási 15 á auglýstum opnunartíma he…
Utan kjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á sýslu- skrifstofunni Lyngási 15 á auglýstum opnunartíma hennar. Þá verður hægt að kjósa utan kjörfundar á Bókasafni Héraðsbúa virka daga frá 16. maí til og með 25. maí, frá klukkan 15 til 18.

Boðað er til sameiginlegs framboðsfundar allra framboða á Fljótsdalshéraði vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 26. maí næstkomandi.
Framboðsfundurinn verður haldinn í Egilsstaðaskóla mánudaginn 21. maí klukkan 20:00. Þar munu forsvarsmenn framboðanna kynna áherslumál sín og einnig munu þeir svara spurningum fundarmanna varðandi málefni sveitarfélagsins.

Bent skal á að utan kjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á sýsluskrifstofunni Lyngási 15 á auglýstum opnunartíma hennar. Einnig verður hægt að kjósa utan kjörfundar á Bókasafni Héraðsbúa virka daga frá 16. maí til og með 25. maí, milli klukkan  15:00 og 18:00.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs