Fræðsla um rafrettur

 Í næstu viku kemur Björg Eyþórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og MA nemi við Háskólann á Akureyri, og fræðir unglinga á Fljótsdalshéraði um rafrettur (veip, vape...), skaðsemi þeirra og áhættu sem fylgir notkun þeirra. Gert er ráð fyrir um það bil 40 mínútum í hverjum hópi.

Að auki verður fræðsla fyrir foreldra, forráðamenn og aðra áhugasama í Egilsstaðaskóla þann 24. janúar klukkan 20:00.

Hvetjum við alla til að mæta og kynna sér málið.