03.02.2016
kl. 11:21
Jóhanna Hafliðadóttir
Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum frumsýnir leikritið „Eldhús eftir máli“ á morgun, fimmtudaginn 4. febrúar. Leikritið er byggt á smásögum Svövu Jakobsdóttur en leikgerðina skrifaði Vala Þórsdóttir. Leikstjóri sýningarinnar er Halldóra Malin Pétursdóttir.
Lesa
01.02.2016
kl. 12:03
Jóhanna Hafliðadóttir
Út er komið fréttabréf Tónlistarskólans á Egilsstöðum. Í því er sagt stuttlega frá viðburðarríku starfi skólans á haustönn og sagt frá því hvað sé framundan á vorönn.
Lesa
29.01.2016
kl. 18:49
Jóhanna Hafliðadóttir
231. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 3. febrúar 2016 og hefst hann kl. 17.00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
29.01.2016
kl. 12:31
Jóhanna Hafliðadóttir
Álagningu fasteignagjalda Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016 er lokið. Líkt og á síðasta ári mun sveitarfélagið Fljótsdalshérað einungis senda út útprentaða álagningarseðla vegna fasteignagjalda 2016 til greiðenda 67 ára og eldri og lögaðila. Álagningarseðlana verður hins vegar hægt að sjá í íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins, hafi fólk skráð sig þar og eigi virkt lykilorð.
Lesa
27.01.2016
kl. 14:37
Jóhanna Hafliðadóttir
Fulltrúar Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Íslenska Gámafélagsins hafa skrifað undir samning um sorphirðu á Héraði og Seyðisfirði sem gildir til september 2023
Lesa
25.01.2016
kl. 14:21
Jóhanna Hafliðadóttir
Þorrinn var afhentur í 19. sinn á þorrablóti Egilsstaða á bóndadag, föstudaginn 22. janúar 2016, en sú hefð er komin á að hver þorrablótnefnd velur einhvern sem með vinnu sinni hefur gert samfélaginu gagn sem eftir er tekið. Í ár hlutu gripinn Þórhallur Þorsteinsson og Dagný Pálsdóttir.
Lesa
22.01.2016
kl. 14:06
Jóhanna Hafliðadóttir
Nytjahús Rauðakrossins á Egilsstöðum flytur sig um set frá Lyngásnum og upp í Dynskóga 4, þar sem verslunin Skógar voru áður til húsa. Nytjahúsið verður opnað á nýjum stað laugardaginn 30. janúar.
Lesa
22.01.2016
kl. 13:52
Jóhanna Hafliðadóttir
Íbúar Fljótsdalshéraðs eru hvattir til að skrá lögheimili sitt til samræmis við heimilisfesti og hvar viðkomandi einstaklingur eða fjölskyldur þiggja sína þjónustu. Þjónusta sveitarfélagsins byggir á útsvarstekjum sem þau fá af skráðum íbúum.
Lesa
21.01.2016
kl. 14:18
Jóhanna Hafliðadóttir
Við sameiningu félagmiðstöðvanna Afreks og Nýungar í haust var rætt um að hugsanlega færi fram nafnabreyting á nýrri og sameinaðri félagsmiðstöð. Nú hefur verið ákveðið að efna til nafnasamkeppni þar sem unglingar á Fljótsdalshéraði fá tækifæri til að koma með tillögur að nafni félagsmiðstöðvarinnar.
Lesa
19.01.2016
kl. 13:59
Jóhanna Hafliðadóttir
Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum á Héraði og Borgarfirði og Soroptimistaklúbbi Austurlands verða á Bókasafni Héraðsbúa á þriðjudögum frá klukkan 17.15 til 18.30 fram á vor 2016. Þeir eru tilbúnir í spjall við fólk, sem er með annað móðurmál en íslensku, að aðstoða það við að skilja íslenskt mál og tjá sig.
Lesa