Fréttir

Helgihald í Egilsstaðaprestakalli um bænadaga og páska

Messað er í flestum kirkjum í prestakallinu um bænadaga og páska. Passíusálmar verða lesnir, börn fermd og boðið verður upp á kirkjugöngur.
Lesa

Serbneskur danshöfundur í Sláturhúsinu

Milos Sofrenovic, dansari og danshöfundur, dvelur um þessar mundir í Kaffistofunni, listamannaíbúð Sláturhúsins, á vegum Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Milos er ættaður frá Serbíu, lærði í Englandi en býr í Austurríki og vinnur um allan heim. Milos heldur námskeið fyrir nemendur LungA skólans á Seyðisfirði og unga leikara á Egilsstöðum, auk þess sem hann heldur fyrirlestur fyrir nemendur listnámsbrautar Menntaskólans á Egilsstöðum.
Lesa

Kristófer Gauti sigraði á valtónleiknum fyrir Nótuna

Tónlistarskólinn á Egilsstöðum sendi fjögur atriði á svæðistónleika fyrir Nótuna 2016 sem haldnir voru í Hofi á Akureyri föstudaginn 11. mars. Eitt atriðanna var valið til að taka þátt í lokatónleikum Nótunnar sem haldnir verða í Reykjavík. Og það verður Kristófer Gauti Þórhallsson sem fer og spilar í Hörpunni þann 10. apríl.
Lesa

Skólastjóri Egilsstaðaskóla

Auglýst er eftir skólastjóra við Egilsstaðaskóla frá og með næsta skólaári.
Lesa

Sumarstörf hjá Fljótsdalshéraði

Auglýst er eftir sumarstarfsmönnum til að sinna grasslætti og rakstri á opnum svæðum sveitarfélagsins og sinna umhirðu og tilfallandi verkefnum á Vilhjálmsvelli og Fellavelli.
Lesa

Íbúðarhús á Hólshjáleigu auglýst til sölu

Vegna framkominnar fyrirspurnar auglýsir Fljótsdalshéraða hér með til sölu gamla íbúðarhúsið á Hólshjáleigu í Hjaltastaðaþinghá. Íbúðarhúsið er um 45 fermetrar að stærð, en ekki hefur verið búið í því í rúma þrjá áratugi.
Lesa

Innritun í leikskóla á Fljótsdalshéraði

Skipulag leikskólastarfs á Fljótsdalshéraði fyrir skólaárið 2016-2017 fer fram í apríl. Mikilvægt er að umsóknir um leikskóla hafi borist sveitarfélaginu í síðasta lagi 31. mars 2016.
Lesa

Bæjarstjórn í beinni á miðvikudag

234. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 16. mars 2016 og hefst hann kl. 17.00.
Lesa

Hlaupaæfing og fyrirlestur með Fríðu Rún

Fríða Rún Þórðardóttir, afrekshlaupari og næringarfræðingur, sækir Egilsstaði heim næstkomandi föstudag. Fríða stendur, í samstarfi við Hlaupahérana og UÍA, fyrir hlaupaæfingu og fyrirlestri þann dag kl. 17.30.
Lesa

Spunanámskeið í Sláturhúsinu

Námskeið í „Haraldinum“, á vegum Improv Ísland, verður haldið í Sláturhúsinu, menningarsetri á Egilsstöðum 11. til 13. mars. Á námskeiðum Improv Ísland kynnast þátttakendur grunninum í langspunaforminu Haraldinum, sem er ein þeirra aðferða sem spunaleikhópurinn vinnur eftir. Tvö námskeið eru í boði. Annað er fyrir alla 16 ára og eldri en hitt er fyrir unglinga í 8.-10. bekk.
Lesa