Hlaupaæfing og fyrirlestur með Fríðu Rún

Fríða Rún Þórðardóttir, afrekshlaupari og næringarfræðingur, sækir Egilsstaði heim næstkomandi föstudag. Fríða stendur, í samstarfi við Hlaupahérana og UÍA, fyrir hlaupaæfingu og fyrirlestri þann dag kl. 17.30.

Einnig er stefnt á að hafa hlaupaæfingu á laugardagsmorguninn frá 9.00-10.00. Sú æfing verður nánar auglýst síðar. Nánari upplýsingar um skipulag, efni fyrirlestursins og staðsetningu koma inn þegar líður á vikuna hér á Facebook.