Kristófer Gauti sigraði á valtónleiknum fyrir Nótuna

Kristófer Gauti Þórhallsson og Charles Ross
Kristófer Gauti Þórhallsson og Charles Ross

Föstudaginn 11. apríl voru svæðistónleikar fyrir Nótuna 2016 fyrir Norður- og Austurland haldnir í Hofi á Akureyri.

Tónlistarskólinn á Egilsstöðum sendi fjögur atriði á tónleikana og niðurstaðan varð sú að eitt þeirra var valið til að taka þátt í lokatónleikum Nótunnar sem haldnir verða í Hörpu þann 10. apríl næstkomandi.

Það verður Kristófer Gauti Þórhallsson sem fer til Reykjavíkur að spila og hann spilaði verkið Thais Meditation eftir Jules Massenet.

í frétt frá Tónlistarskólanum á Egilsstöðum segir einnfremur: Aðrir keppendur stóðu sig með miklum sóma og þó fleiri hafi ekki komist áfram var dagurinn skemmtilegur og upplifunin að spila á svona stóru sviði eitthvað sem menn búa lengi að.