Sumarstörf hjá Fljótsdalshéraði

Auglýst er eftir sumarstarfsmönnum til að: 
A) Sinna grasslætti og rakstri á opnum svæðum sveitarfélagsins.
Reynsla af orfaslætti er mikill kostur. 
B) Sinna umhirðu og tilfallandi verkefnum á Vilhjálmsvelli og Fellavelli. 
Skilyrði er að umsækjendur séu fæddir 1999 eða fyrr. 

Umsóknum skal skila á eyðublaði, merktu „Umsókn um sumarvinnu hjá Fljótsdalshéraði“, sem er á heimasíðu sveitarfélagsins, undir hnappnum „Umsóknir“. 
Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri umhverfismála á netfanginu freyr@egilsstadir.is eða í síma 4 700 700.