Fréttir

Innritun í leikskóla á Fljótsdalshéraði

Skipulag leikskólastarfs á Fljótsdalshéraði fyrir skólaárið 2016-2017 fer fram í apríl. Mikilvægt er að umsóknir um leikskóla hafi borist sveitarfélaginu í síðasta lagi 31. mars 2016.
Lesa

Bæjarstjórn í beinni á miðvikudag

234. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 16. mars 2016 og hefst hann kl. 17.00.
Lesa

Hlaupaæfing og fyrirlestur með Fríðu Rún

Fríða Rún Þórðardóttir, afrekshlaupari og næringarfræðingur, sækir Egilsstaði heim næstkomandi föstudag. Fríða stendur, í samstarfi við Hlaupahérana og UÍA, fyrir hlaupaæfingu og fyrirlestri þann dag kl. 17.30.
Lesa

Spunanámskeið í Sláturhúsinu

Námskeið í „Haraldinum“, á vegum Improv Ísland, verður haldið í Sláturhúsinu, menningarsetri á Egilsstöðum 11. til 13. mars. Á námskeiðum Improv Ísland kynnast þátttakendur grunninum í langspunaforminu Haraldinum, sem er ein þeirra aðferða sem spunaleikhópurinn vinnur eftir. Tvö námskeið eru í boði. Annað er fyrir alla 16 ára og eldri en hitt er fyrir unglinga í 8.-10. bekk.
Lesa

Soffía Thamdrup fulltrúi Nýungar í Samféssöngvakeppni

Söngkeppni Samfés fer fram í Laugardalshöll laugardaginn 5. mars. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV og byrjar hún kl 13.00. Soffía Mjöll Thamdrup keppir fyrir hönd Fljótsdalshéraðs í keppninni.
Lesa

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 - Eyvindará II.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa

Ræsing í Fljótsdalshéraði

Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við sveitarfélagið Fljótsdalshérað og Alcoa leitar að góðum viðskiptahugmyndum sem auka við flóru atvinnulífs í sveitarfélaginu. Einstaklingar, hópar og fyrirtæki eru hvött til þess að senda inn viðskiptahugmyndir og sækja um þátttöku í verkefninu.
Lesa

Bæjarstjórn í beinni á miðvikudag

233. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 2. mars 2016 og hefst hann kl. 17.00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu.
Lesa

Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýnir í Valaskjálf

Leikfélag Fljótsdalshéraðs heldur upp á 50 ára afmæli sitt í ár og hefur afmælisárið með farandsýningunni Allra meina bót eftir þá bræður Jónas og Jón Múla Árnasyni. Frumsýning verður í Valaskjálf 26. febrúar og önnur sýning í Miklagarði á Vopnafirði 28. febrúar.
Lesa

Skráning í Tour de Ormurinn hafin

Skráning er hafin í hjólreiðakeppnina Tour de Ormurinn sem fer fram 13. ágúst. Tvær flottar leiðir eru í boði, önnur er 68 km og hin, Hörkutólahringurinn, er 103 km. Boðið er upp á bæði einstaklings- og liðakeppni.
Lesa