07.04.2016
kl. 11:49
Jóhanna Hafliðadóttir
Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs þann 6. apríl 2016 samþykktur og áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra. Afkoma af rekstri Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015 var jákvæð um 46,2 millj. kr. samkvæmt samstæðureikningi sveitarfélagsins en fjárhagsáætlun 2015 með viðaukum gerði ráð fyrir 37 millj. kr. rekstrarafgangi.
Lesa
01.04.2016
kl. 09:48
Jóhanna Hafliðadóttir
235. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 6. apríl 2016 og hefst hann kl. 17.00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu.
Lesa
31.03.2016
kl. 11:56
Jóhanna Hafliðadóttir
„Hjólakraftur – Austurland“ er frábært tækifæri fyrir alla á aldrinum 11-18 ára sem langar að hreyfa sig og hafa gaman. Boðið verður upp á hjólaæfingar á mánudögum og miðvikudögum kl. 17.00 frá 1. apríl. en á æfingum verður aldurshópnum skipt upp í nokkra flokka. Þá mun Þorvaldur Daníelsson hjólari með meiru, sem sér um Hjólakraftsverkefni víða um land, heimsækja Austurland hálfsmánaðarlega og vera með hjólaæfingar og gleði á föstudögum og laugardögum.
Lesa
23.03.2016
kl. 15:16
Jóhanna Hafliðadóttir
Kóder heldur foritunarnámskeið fyrir börn og ungmenni á Egilsstöðum í apríl. Þrjú aldursskipt námskeið verða í boði. Upplýsingar og skráning er á koder.is.
Lesa
23.03.2016
kl. 15:07
Jóhanna Hafliðadóttir
Messað er í flestum kirkjum í prestakallinu um bænadaga og páska. Passíusálmar verða lesnir, börn fermd og boðið verður upp á kirkjugöngur.
Lesa
18.03.2016
kl. 15:40
Jóhanna Hafliðadóttir
Milos Sofrenovic, dansari og danshöfundur, dvelur um þessar mundir í Kaffistofunni, listamannaíbúð Sláturhúsins, á vegum Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Milos er ættaður frá Serbíu, lærði í Englandi en býr í Austurríki og vinnur um allan heim. Milos heldur námskeið fyrir nemendur LungA skólans á Seyðisfirði og unga leikara á Egilsstöðum, auk þess sem hann heldur fyrirlestur fyrir nemendur listnámsbrautar Menntaskólans á Egilsstöðum.
Lesa
17.03.2016
kl. 15:30
Jóhanna Hafliðadóttir
Tónlistarskólinn á Egilsstöðum sendi fjögur atriði á svæðistónleika fyrir Nótuna 2016 sem haldnir voru í Hofi á Akureyri föstudaginn 11. mars. Eitt atriðanna var valið til að taka þátt í lokatónleikum Nótunnar sem haldnir verða í Reykjavík. Og það verður Kristófer Gauti Þórhallsson sem fer og spilar í Hörpunni þann 10. apríl.
Lesa
17.03.2016
kl. 15:28
Jóhanna Hafliðadóttir
Auglýst er eftir skólastjóra við Egilsstaðaskóla frá og með næsta skólaári.
Lesa
16.03.2016
kl. 15:25
Jóhanna Hafliðadóttir
Auglýst er eftir sumarstarfsmönnum til að sinna grasslætti og rakstri á opnum svæðum sveitarfélagsins og sinna umhirðu og tilfallandi verkefnum á Vilhjálmsvelli og Fellavelli.
Lesa
16.03.2016
kl. 15:24
Jóhanna Hafliðadóttir
Vegna framkominnar fyrirspurnar auglýsir Fljótsdalshéraða hér með til sölu gamla íbúðarhúsið á Hólshjáleigu í Hjaltastaðaþinghá. Íbúðarhúsið er um 45 fermetrar að stærð, en ekki hefur verið búið í því í rúma þrjá áratugi.
Lesa