Fréttir

Nytjahús Rauðakrossins flytur

Nytjahús Rauðakrossins á Egilsstöðum flytur sig um set frá Lyngásnum og upp í Dynskóga 4, þar sem verslunin Skógar voru áður til húsa. Nytjahúsið verður opnað á nýjum stað laugardaginn 30. janúar.
Lesa

Ert þú með lögheimili þitt rétt skráð?

Íbúar Fljótsdalshéraðs eru hvattir til að skrá lögheimili sitt til samræmis við heimilisfesti og hvar viðkomandi einstaklingur eða fjölskyldur þiggja sína þjónustu. Þjónusta sveitarfélagsins byggir á útsvarstekjum sem þau fá af skráðum íbúum.
Lesa

Leit að nafni á félagsmiðstöð

Við sameiningu félagmiðstöðvanna Afreks og Nýungar í haust var rætt um að hugsanlega færi fram nafnabreyting á nýrri og sameinaðri félagsmiðstöð. Nú hefur verið ákveðið að efna til nafnasamkeppni þar sem unglingar á Fljótsdalshéraði fá tækifæri til að koma með tillögur að nafni félagsmiðstöðvarinnar.
Lesa

Bókasafnsspjallið hefst á ný

Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum á Héraði og Borgarfirði og Soroptimistaklúbbi Austurlands verða á Bókasafni Héraðsbúa á þriðjudögum frá klukkan 17.15 til 18.30 fram á vor 2016. Þeir eru tilbúnir í spjall við fólk, sem er með annað móðurmál en íslensku, að aðstoða það við að skilja íslenskt mál og tjá sig.
Lesa

Bæjarstjórn í beinni á miðvikudag

230. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 20. janúar 2016 og hefst hann kl. 17.00.
Lesa

Þorrablótsnefndir á fullu á Héraði

Þorrinn nálgast með þorrablótum með sinni sérstöku matarmenningu, gríni og gleði. Heyrst hefur að á Fljótsdalshéraði verði að venju allnokkur blót.
Lesa

Stafdalur: Námskeið fyrir börn hefjast 10. janúar

Nægur snjór er á skíðasvæðinu í Stafdal og er vetrarstarfið að komast í gang eftir jólin. Opnunartími veltur þó á veðri hverju sinni.
Lesa

Jólatrjáasöfnun og flugeldarusl

Jólatré íbúa á Egilsstöðum, Eiðum, Hallormsstað og í Fellabæ, verða fjarlægð mánudaginn 11. janúar að því tilskyldu að þau séu vel sýnileg og við lóðamörk. Þá eru íbúar minntir á að tína upp flugeldaleifar og koma þeim á viðeigandi förgungarstaði.
Lesa

Benedikt Þ. Guðgeirsson Hjarðar valinn íþróttamaður Hattar 2015

Þrettándagleði Fljótsdalshéraðs og Hattar fór fram með hefðbundnu sniði í fallegu vetrarveðri, með kyndlagöngu, brennu, söng og flugeldasýningu Íþróttamaður Hattar var valinn í 28. sinn og veitt voru starfsmerki Hattar.
Lesa

Miðbær Egilsstaða-endurskoðun á deiliskipulagi

Vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar á deiliskipulagi miðbæjar Egilsstaða er íbúum á miðbæjarsvæði gefinn kostur á að beina fyrirspurnum og ábendinum til umhverfis- og skipulagsfulltrúa bæjarins.
Lesa