- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028
Eyvindará II.
Eyvindará II er í gildandi Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði (V26) og umfang starfseminnar afmarkað með svofelldum skilmála:
V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu í smáhýsum.
Tillagan felur það í sér að skilmálanum sé breytt og hann hljóði svo eftir breytinguna:
V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu.
Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs að Lyngási 12 frá og með 03.03.2016 til og með 14.04.2016 og hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Fljótsdalshéraðs, www.egilsstadir.is.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Eyvindará II, Fljótsdalshéraði.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Eyvindará II skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 17.02.2016.
Skipulagssvæðið afmarkast eins og fram kemur á uppdrætti.
Breytingin felur m.a. í sér að uppfærð er staðsetning gistihúss, lítilla gistihúsa og rotþróar. Uppfærð er vísun í aðalskipulagsuppdrátt. Skipulagssvæðið er stækkað til norðurs og bílastæðum breytt. Bætt er við byggingarreitum fyrir eitt lítið gistihús, gistiálmu til austurs, tengingu við eldri þjónustuhús og framtíðarstækkun gistiálmu til vesturs. Breytt er bílastæðum við aðalbyggingu, fyrirkomulagi þeirra og stæðum fjölgað og bætt við rútubílastæðum.
Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunni Lyngási 12 frá 03.03.2016 til 14.04.2016. Á sama tíma er skipulagstillagan á heimasíðu Fljótsdalshéraðs: http//www.egilsstadir.is.
Hverjum þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til fimmtudagsins 14.04.2016. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12 700 Egilsstaðir.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar teljast þeim samþykkir.
Fljótsdalshéraði 03.03.2016
skipulags- og byggingarfulltrúi
Fljótsdalshéraðs.