Söngkeppni Samfés fer fram í Laugardalshöll laugardaginn 5. mars. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV og byrjar hún kl 13.00. Soffía Mjöll Thamdrup keppir fyrir hönd Fljótsdalshéraðs í keppninni. Söngvakeppnin er hluti að stórri hátíð sem af Samfés stendur fyrir og kallast hátíðin Samfestingur. Hátíðin er haldin í Laugardalshöll og byrjar hún á föstudagskvöldið með risa balli þar sem að allir helstu listamenn landsins koma fram. Þar á meðal Glowie, Sturla Atlas, Úlfur úlfur og Páll Óskar.
Um 40 ungmenni frá Fljótdalshéraði ásamt starfsmönnum leggja af stað á föstudagsmorgun og verða viðstödd þessa glæsilegu hátíð.
Soffía Mjöll Thamdrup verður fulltrúi Félagsmiðstöðvarinnar Nýungar og þar var hún tekin í létta yfirheyrslu:
Nafn: Soffía Mjöll Sæmundsdóttir Thamdrup.
Aldur: 15 ára.
Áhugamál: Hestamennska, söngur, allskonar íþróttir, leiklist, listmálun, fiðla
Hvenær byrjaðir þú að syngja: Ég hef sungið alveg frá því ég man eftir mér og byrjaði í stúlknakór í söngkennslu árið 2015 og mér hefur fundist það mjög gaman.
Helstu fyrirmyndir: Helstu fyrirmyndir mínar eru Adele og Beyonce
Uppáhaldsmatur: Uppáhaldsmaturinn minn er örugglega lambalæri með grænmeti og sósu
Hvað ætlarðu að verða í framtíðinni: það sem mig langar að gera í framtíðinni er að gera eitthvað með sönginn og gefa út plötur, læra fornleifafræði, vera leikari og málari
Ef þú mættir eyða deginum með frægri manneskju. Hver myndi það vera: Ef ég mætti eyða einum degi með frægari manneskju þá væri það Adele, hún hefur geggjaðan húmor og virðist mjög skemmtileg.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.