Fréttir

Óhefðbundinn 17.júní á Héraði

Vegna þeirra takamarkana sem Covid 19 setur um hópamyndum og nálægðarmörk hefur verið ákveðið að Þjóðhátíðardagur Íslendinga á 17. júní verði ekki haldinn hátíðlegur með formlegri dagskrá að þessu sinni á Fljótsdalshéraði. Samkomubann sem sett var 25. maí nær til viðburða þar sem fleiri en 200 manns koma saman og gildir það til 21. júní.
Lesa

Sumaráætlun strætó tekur gildi

Sumaráætlun almenningssamgangna á Fljótsdalshéraði hefur tekið gildi. Hún gildir frá 2. júní til 21. ágúst 2020.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 29.maí

Engin ný smit hafa komið upp á Austurlandi og enginn í einangrun. Svo sem kunnugt er hefur verkefnisstjórn um sýnatöku fyrir COVID-19 á landamærum skilað skýrslu sinni til heibrigðisráðherra og lokið störfum. Ljóst er samkvæmt skýrslunni að gert er ráð fyrir að sýni verði tekið af ferðamönnum er koma til landsins frá há áhættusvæðum. Það á því við meðal annars um hluta þeirra farþega sem koma með Norrænu til Seyðisfjarðar og með flugi á Egilsstaði.
Lesa

Kosið um heiti á nýtt sveitarfélag 27. júní

Samhliða forsetakosningum þann 27. júní greiða íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar atkvæði um sex tillögur að heiti á nýtt sveitarfélag.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 26.maí

Engin ný smit hafa greinst á Austurlandi frá 9. apríl. Enginn er í einangrun. Takmörkunum vegna COVID-19 aflétt að nokkru leiti frá og með 25.maí.
Lesa

Ungt fólk og svefn – fyrirlestur í streymi

Næstu fimm fimmtudaga standa Rannsóknir og greining fyrir fyrirlestraröð um Ungt fólk rannsóknirnar. Nýjustu niðurstöður eru úr könnun sem lögð var fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla fyrr á þessu ári en þar er meðal annars spurt um heilsu og líðan, svefn og áfengis- og vímuefnaneyslu.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 22.maí

Ekkert nýtt smit hefur greinst á Austurlandi og enginn er í einangrun. Aðgerðastjórn áréttar enn mikilvægi þess að hvert og eitt okkar sýni ábyrgð á eigin smitvörnum nú þegar sóttvarnalæknir hefur slakað á öðrum ráðstöfunum.
Lesa

Hreyfivika 2020

Í næstu viku, 25. – 31. maí, verður haldin árleg Hreyfivika UMFÍ. Hreyfivika hefur það markmið að vekja athygli á gildi íþrótta- og hreyfingar sem hluti af heilbrigðum lífsstíl. Hreyfivika, eða Move Week, er haldin um allt land og í ár, líkt og áður, verður gríðarlega fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á Fljótsdalshéraði.
Lesa

Kosið í sameinuðu sveitarfélagi 19. september

Undirbúningsstjórn verkefnisins hefur lagt til við sveitarstjórnarráðuneytið að boðað verið til sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar þann 19. septembe
Lesa

Urriðavatnssundi 2020 aflýst

Skipuleggjendum Urriðavatnssunds þykir miður að þurfa að tilkynna að sundið fari ekki fram 2020 vegna óvissu tengdri COVID-19.
Lesa