22.04.2020
kl. 17:30
Jóhanna Hafliðadóttir
Af þeim átta sem greinst hafa með COVID-19 veiruna á Austurlandi hafa sjö þeirra nú náð heilsu á ný. Einn er enn í einangrun.
Tólf eru í sóttkví, tveimur færri en í gær.
Lesa
21.04.2020
kl. 16:37
Jóhanna Hafliðadóttir
Tveir eru enn í einangrun af þeim átta sem smitast hafa á Austurlandi. Fjórtán eru í sóttkví. Aðgerðastjórn á Austurlandi hefur haft af því áhyggjur að með hækkandi sól muni óheftur ferðamannafjöldi erlendis frá óhjákvæmilega auka smithættu á svæði sem er viðkvæmt fyrir. Því er það mat aðgerðastjórnar að tillaga sóttvarnalæknis um tímabundna fjórtán daga sóttkví ferðamanna sé mikilvæg og þörf ráðstöfun að svo komnu máli.
Lesa
21.04.2020
kl. 11:38
Jóhanna Hafliðadóttir
Við hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs vitum að núverandi ástandi getur fylgt aukið álag á bæði einstaklinga og fjölskyldur. Ljóst er að ofbeldi í nánum samböndum er alvarlegt lýðheilsuvandamál sem snertir margar fjölskyldur. - Unfortunately it is likely that domestic violence will increase during crisis such as Covid-19. It is important to know where to get help. - Niestety, prawdopodobne jest, że przemoc domowa wzrośnie podczas kryzysu, czego doświadczamy teraz z powodu Covid-19.
Lesa
20.04.2020
kl. 17:15
Jóhanna Hafliðadóttir
Fjöldi greindra smitaðra á Austurlandi er óbreyttur, þeir eru átta talsins. Tveir eru í einangrun sem fyrr. Fimmtán eru í sóttkví. Aðgerðastjórn á Austurlandi minnir enn og aftur á að engar tilslakanir hafa tekið gildi og gera ekki fyrr en 4. maí næstkomandi.
Lesa
20.04.2020
kl. 11:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs verða í annað sinn veitt 17. júní á þessu ári. Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á liðnu ári. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar á menningar- og listastarfi í sveitarfélaginu.
Lesa
19.04.2020
kl. 17:30
Jóhanna Hafliðadóttir
Óbreytt staða er á Austurlandi hvað smit varðar, en þau eru átta talsins. Tveir smitaðra eru enn í einangrun. Þeim sem eru í sóttkví fækkar um tvo frá í gær, eru nú fjórtán talsins.
Lesa
18.04.2020
kl. 23:02
Jóhanna Hafliðadóttir
Engin breyting hefur orðið á fjölda smitaðra á Austurlandi síðasta sólarhringinn, en þeir eru átta talsins. Tveir þeirra eru í einangrun. Sextán eru nú í sóttkví. Samráðshópar um áfallahjálp í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi vilja minna á nauðsyn þess að huga að andlegri heilsu og velferð hjá bæði sjálfum sér og samferðafólkinu á þessum óvenjulegu tímum.
Lesa
17.04.2020
kl. 17:28
Jóhanna Hafliðadóttir
Smit á Austurlandi eru átta talsins. Síðast kom upp smit 9. apríl. Af þeim átta sem smitast hafa eru tveir enn í einangrun. Átján eru í sóttkví, einum fleiri en í gær.
Lesa
17.04.2020
kl. 11:06
Jóhanna Hafliðadóttir
Það hefur verið einhver misbrestur á því að farið sé að þeim reglum sem gilda um Fellavöll eftir að hann var opnaður í vikunni. Því þarf að árétta það að völlurinn verði eingöngu notaður fyrir einstaklinga og/eða fjölskyldur til æfinga eða skemmtunar. Á vellinum eiga ekki að vera fleiri en 15 í einu og þarf að virða 2 metra regluna í hvívetna.
Lesa
16.04.2020
kl. 16:57
Jóhanna Hafliðadóttir
Engin ný smit hafa komið upp á Austurlandi nýlega. Átta smit hafa greinst í fjórðungnum frá því faraldurinn hófst. Sex þeirra smituðu hafa náð sér. Tveir eru enn í einangrun. Sautján eru í sóttkví.
Lesa