Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs verða í annað sinn veitt 17. júní á þessu ári. Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á liðnu ári. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar á menningar- og listastarfi í sveitarfélaginu.
Heimilt er við sérstakar aðstæður að veita verðlaunin aðila sem ekki á lögheimili í sveitarfélaginu, enda tengist hann sveitarfélaginu með skýrum hætti.
Hér með er óskað eftir ábendingum til menningarverðlaunanna. Þær sendist, með rökstuðningi, á skrifstofustjóra Fljótsdalshéraðs á netfangið odinn@egilsstadir.is fyrir 7. maí 2020.
Atvinnu- og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.