29.04.2020
kl. 16:56
Jóhanna Hafliðadóttir
Sjö eru nú í sóttkví á Austurlandi vegna COVID-19. Enginn er í einangrun vegna smits. Aðgerðastjórn sér ástæðu til að hrósa íbúum í fjórðungnum fyrir þolgæði á þessum undarlegu tímum. Kálið er ekki sopið en veðrið að batna og sumarið komið. Njótum þess.
Lesa
28.04.2020
kl. 16:48
Jóhanna Hafliðadóttir
Enginn er í einangrun á Austurlandi vegna COVID-19 smits. Átta hafa greinst en öllum batnað. Sex eru í sóttkví. Aðgerðastjórn hvetur stofnanir og fyrirtæki til að halda áfram árvekni sinni og skipulagi sem komið var á í tengslum við varnir gegn COVID-19 veirunni.
Lesa
27.04.2020
kl. 18:10
Jóhanna Hafliðadóttir
Átta COVID-19 smit hafa greinst á Austurlandi. Öllum hinna smituðu hefur nú batnað og eru komnir úr einangrun. Fjórir eru í sóttkví.
Lesa
27.04.2020
kl. 11:09
Jóhanna Hafliðadóttir
Inni á Betra Fljótsdalshéraði [https://fljotsdalsherad.betraisland.is/group/2790] eru íbúar hvattir til þess að setja inn hugmyndir að sumarverkefnum í sveitarfélaginu.
Lesa
27.04.2020
kl. 08:58
Jóhanna Hafliðadóttir
Þrátt fyrir fyrirsjáanlega tekjuskerðingu þá mun þjónusta gagnvart íbúum Fljótsdalshéraðs ekki verða skert né stendur til að draga úr fyrirhuguðum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins heldur er horft til að þess að auka heldur við fyrirhugað viðhald og framkvæmdir á vegum þess.
Lesa
26.04.2020
kl. 17:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Þann 24. mars síðastliðinn greindist fyrsta COVID-19 smit á Austurlandi. Þróunin var hröð fyrst í stað og átta smit greindust fyrstu sextán dagana. Síðan 9. apríl hefur smit ekki greinst í fjórðungnum. Öllum hinum smituðu hefur nú batnað þannig að enginn er í einangrun sem stendur. Fjórir eru í sóttkví.
Lesa
25.04.2020
kl. 17:38
Jóhanna Hafliðadóttir
Fjöldi greindra smita á Austurlandi er óbreyttur sem fyrr. Átta smit hafa greinst. Einn er í einangrun. Sjö eru í sóttkví. Þegar litið er til þróunar í fjölda smita á svæðinu er ljóst að faraldurinn er á undanhaldi. Það má ekki síst þakka samheldni okkar og árvekni við að koma í veg fyrir smit. Höldum því áfram svo ekki komi bakslag og gleðjumst 4. maí þegar reglur verða rýmkaðar.
Lesa
24.04.2020
kl. 17:10
Jóhanna Hafliðadóttir
Einn er í einangrun af átta sem smitast hafa af COVID-19 á Austurlandi en sjö er batnað. Þá eru sjö í sóttkví. Aðgerðastjórn áréttar að nýjar takmarkanir á samkomum taka gildi 4. maí. Því eru, til þess tíma, enn í gildi takmarkanir við notkun spark- og íþróttavalla, fjöldatakmörkun sem miðar við tuttugu manns, tveggja metra nálægðarmörk og svo framvegis.
Lesa
24.04.2020
kl. 14:38
Jóhanna Hafliðadóttir
Samfélagsverkefni Ungmennafélagsins Þristar, Þristur blæs til leiks, gekk frábærlega og var gaman að sjá hversu mikinn þátt íbúar á Fljótsdalshéraði tóku.
Nú ætlar Þristur að blása til seinni hálfleiks í samvinnu við Fljótsdalshérað og Þjónustusamfélagið á Héraði.
Lesa
23.04.2020
kl. 17:29
Jóhanna Hafliðadóttir
Af átta smituðum á Austurlandi er einn enn í einangrun. Sex eru í sóttkví. Þá eru níu einstaklingar í svokallaðri sóttkví B.
Lesa