Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn 9. apríl

Eitt nýtt smit kom upp á Austurlandi síðastliðin sólarhring og þau þá átta talsins í heildina. Hinn smitaði var í sóttkví þegar hann greindist. Fjöldi þeirra sem eru í sóttkví fækkar enn í fjórðungnum, eru 27 en voru 31 í gær.
Lesa

Seinkun eindaga vegna fasteignagjalda

Að tillögu bæjarráðs samþykkti bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs á fundi sínum 1. apríl sl. að eindagi fasteignagjalda vegna apríl og maí 2020 verði þannig: Gjalddagi 1. apríl verði með eindaga í lok nóvember 2020. Gjalddagi 1. maí verði með eindaga í lok desember 2020.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 8. apríl

Af þeim sjö sem smitast hafa af COVID-19 á Austurlandi eru tveir nú komnir úr einangrun. Engin ný smit hafa komið upp undanfarna sjö sólarhringa. Í sóttkví eru 31 og fækkar því um sjö frá í gær.
Lesa

Góð ráð til foreldra á tímum Covid-19 faraldursins

Félagsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og Embætti landlæknis hafa tekið höndum saman við útgáfu góðra ráða til foreldra á tímum COVID-19 faraldursins. Foreldraráðin eru meðal annars unnin í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og UNICEF.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 7. apríl

Staða mála er enn óbreytt á Austurlandi hvað smit varðar, sjö eru í einangrun og hefur ekki fjölgað síðastliðna sex sólarhringa. Engin ný smit hafa komið upp. 38 eru í sóttkví og fækkað um 16 frá í gær.
Lesa

Frá aðgerðastjórn 6. apríl

Sjö eru enn í einangrun á Austurlandi smitaðir af COVID-19 veirunni. Engin ný smit hafa komið upp síðastliðna fimm sólarhringa. Í sóttkví eru 54 og þeim því fækkað um 22 frá í gær.
Lesa

Gengið á Vilhjálmsvelli

Enn er leyfilegt að ganga og hlaupa á hlaupabrautinni á Vilhjálmsvelli. Í dag voru sett upp skilti við völlinn þar sem fólk er minnt á að fara í einu og öllu eftir þeim tilmælum sem Almannavarnir gefa út. Sýnum hvert öðru tillitsemi og virðingu, virðum 2 metra regluna og söfnumst ekki saman í hópum á vellinum.
Lesa

Fleiri leiðir um skóginn færar

Skógræktin ruddi fleiri leiðir um Hallormsstaðaskóg fyrir helgi til að fólk geti valið um gönguleiðir. Einnig er búið að gera síðu þar sem kemur fram hvaða leiðir í skóginum eru færar til göngu og þar mun koma inn smá saman þegar fleiri leiðir verða færar.
Lesa

Gámafélagið og ófærðin

Gámafélagið vill koma á framfæri að í dag mánudaginn 6. apríl verða brúnu tunnurnar tæmdar í dag í Fellabæ og á Egilsstöðum. Íbúar eru því beðnir um að hafa tunnurnar aðgengilegar.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi

Enn eru sjö í einangrun vegna COVID-19 smits á Austurlandi og hefur því ekki fjölgað síðastliðna fjóra sólarhringa. Engin ný smit hafa komið upp. Í sóttkví eru 76 og því fækkun um fimm frá í gær.
Lesa