Af þeim sjö sem smitast hafa af COVID-19 á Austurlandi eru tveir nú komnir úr einangrun. Engin ný smit hafa komið upp undanfarna sjö sólarhringa. Í sóttkví eru 31 og fækkar því um sjö frá í gær.
Enn er beðið niðurstöðu úr þeim fimmtánhundruð sýnum sem tekin voru á Austurlandi um helgina og á mánudag. Þær verða kynntar um leið og þær berast.
Aðgerðastjórn á Austurlandi vekur enn athygli á að þó tölur séu jákvæðar og þróunin í rétta átt er mikilvægt að halda vöku sinni og fylgja leiðbeiningum í hvívetna. Ekki síst nú um páskana. Í því felst meðal annars að halda sig heima og virða tveggja metra regluna og samkomubann. Förum varlega, gætum að okkur og komumst í gegnum þetta saman.
Gleðilega páska.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.