Fréttir

Drög að frumvarpi til kosningalaga

Starfshópur hefur nú útbúið drög að frumvarpi til kosningalaga sem lögð hafa verið á vef Alþingis í opið samráð. Lagt er til að lögin gildi um kosningar til Alþingis og sveitarstjórna, um framboð og kjör forseta Íslands og um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna
Lesa

Afgreiðsla skrifstofunnar lokuð - Recepcja jest zamknięta - The office closed

Í ljósi neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 verður afgreiðsla skrifstofu sveitarfélagsins lokuð frá og með mánudeginum 23. mars. W świetle stopnia zagrożenia społecznego z powodu COVID-19 biuro gminy będzie zamknięte od poniedziałku 23 marca. in light of COVID-19, the municipality's office will be closed as of Monday, March 23.
Lesa

Þristur blæs til leiks

Ungmennafélagið Þristur lætur ekki sitt eftir liggja, nú þegar samkomubann og alls kyns takmarkanir og bönn setja líf okkar úr skorðum, og ætlar að gera sitt til að hjálpa okkur að halda áfram að lifa og leika okkur. Fylgist með á samfélagsmiðlum og/eða deilið með myllumerkjunum #umf3 og #þristurblæstilleiks.
Lesa

Orðsending til íbúa á Austurlandi

Vegna COVID-19 faraldursins er mikilvægt að við, íbúar Austurlands, stöndum öll saman og hugum að velferð allra í okkar samfélagi. Lögregla, heilbrigðisyfirvöld og félagsþjónustur svæðisins þekkja vel til sinna skjólstæðinga og reyna að sinna öllum vel í því ástandi sem við tökumst nú á við. Til þess að fyrirbyggja að einhver sem er einangraður og/eða þarfnast þjónustu fari fram hjá okkur, biðlum við til almennings um að fylgjast með nágrönnum og ættingjum og láta vita ef grunur leikur á að einhver þurfi á stuðningi okkar að halda.
Lesa

Til íbúa Fljótsdalshéraðs vegna samkomubanns - uppfært 23.mars

Starfsfólk sveitarfélagsins hefur unnið að því undanfarna daga að laga starfsemi stofnana sveitarfélagsins að þeim áætlunum og tilmælum sem gefin hafa verið út vegna Covid 19 faraldursins, oft með stuttum fyrirvara. Ljóst er að starfsemi og þjónusta sveitarfélagsins verður með breyttu sniði næstu vikurnar. Hér á eftir er samantekt á þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til á vegum sveitarfélagsins
Lesa

Óskað eftir tilboðum í verkið Egilsstaðaskóli, nýjar kennslustofur

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað óskar eftir tilboðum í verkið: Egilsstaðaskóli, nýjar kennslustofur.
Lesa

Sveitarstjórnarkosningum frestað

Með vísan til þess að heilbrigðisráðherra hefur á grundvelli sóttvarnalaga takmarkað samkomur tímabundið í fjórar vikur til að hægja á útbreiðslu COVID-19 hafa sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar lagt til við samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra að sveitarstjórnarkosningum sem fram eiga að fara 18. apríl næstkomandi verði frestað.
Lesa

Heilsueflandi samfélag - aðgengi að stofnunum sveitafélagsins

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags á Fljótsdalshéraði beinir því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að passa upp á að aðgengi að öllum stofnunum sveitarfélagsins sé þannig, nú þegar gjarnan er mikill snjór og hálka og veður mjög misjöfn dag frá degi, að allt fólk, óháð ferðamáta og aðstæðum, komist hæglega að þjónustu.
Lesa

Tilmæli frá Íslenska gámafélaginu

Vegna Covid-19 faraldursins vill Íslenska gámafélagið koma eftirfarandi tilmælum á framfæri.
Lesa

Bæjarstjórnarfundur 18. mars

Miðvikudaginn 18. mars 2020 klukkan 17:00 verður 310. fundur Bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs haldinn í fundarsal bæjarstjórnar. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu, þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa