Sveitarfélagið Fljótsdalshérað óskar eftir tilboðum í verkið: Egilsstaðaskóli, nýjar kennslustofur. Verkið felst í að setja milligólf í rými sem nú hýsir setustofu nemenda í suðaustur horni vesturálmu skólans, koma fyrir þar tveim kennslustofum og setja svalir í stigagangi, sem mynda inngang í kennslustofurnar. Saga þarf gat í steinvegg fyrir inngang inn og stækka glugga. Innifalið er að fullgera kennslustofurnar með tilheyrandi lögnum og búnaði og fullnaðarfrágangur svala.
Verkið getur hafist við skólalok þann 08.06.2020 og skal að fullu lokið fyrir skólabyrjun 15.08.2020.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Fljótsdalshéraðs Lyngási 12, Egilsstöðum frá og með miðvikudeginum 18.03.2020.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Fljótsdalshéraðs Lyngási 12 Egilsstöðum mánudaginn 6. apríl fyrir klukkan 14:00, þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.
Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.