07.05.2020
kl. 15:19
Jóhanna Hafliðadóttir
Á fundi bæjarstjórnar þann 6. maí sl. var samþykkt tillaga bæjarráðs um að skrifstofa Fljótsdalshéraðs verði lokuð frá mánudeginum 20. júlí til og með föstudeginum 31. júlí, vegna sumarleyfa starfsfólks. Líkt og undanfarin ár verður þó svarað í síma bæjarskrifstofunnar á hefðbundnum opnunartíma virka daga og reynt að leysa úr brýnum erindum eftir því sem kostur er.
Lesa
05.05.2020
kl. 17:06
Jóhanna Hafliðadóttir
Tveir eru nú í sóttkví á Austurlandi. Enginn í einangrun. Daglegum tilkynningum aðgerðastjórnar verður nú hætt en þær sendar út tvisvar í viku á þriðjudögum og föstudögum.
Lesa
04.05.2020
kl. 18:41
Hrund Erla
Miðvikudaginn 6. maí 2020 klukkan 17:00 verður 314. fundur Bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs haldinn. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu, þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
04.05.2020
kl. 16:42
Jóhanna Hafliðadóttir
Þrír eru í sóttkví á Austurlandi vegna COVID-19. Enginn er í einangrun. Aðgerðastjórn hvetur íbúa til að hafa varann á sem fyrr og fylgja öllum þeim leiðbeiningum sem enn eru til staðar. Bent er á að hjarðónæmi er ekki fyrir hendi og við því jafn útsett fyrir smiti og í upphafi faraldursins.
Lesa
04.05.2020
kl. 14:47
Jóhanna Hafliðadóttir
„Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi?“ er eitt fimm verkefna sem tilnefnd eru til Íslensku safnaverðlaunanna 2020. Það var samstarfsverkefni níu austfirskra mennta- menningar- og rannsóknarstofnanna í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands árið 2018.
Lesa
04.05.2020
kl. 13:56
Jóhanna Hafliðadóttir
Eitt af árlegum verkefnum Íþrótta- og Ólympíusambands Ísland er heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna. Verkefnið hefur staðið yfir frá árinu 2003 og sífellt taka fleiri vinnustaðir þátt. Í ár fer Hjólað í vinnuna fram frá 6. – 26. maí, en hægt er að skrá sig fram á síðasta dag.
Lesa
03.05.2020
kl. 17:19
Jóhanna Hafliðadóttir
Þrír eru nú í sóttkví á Austurlandi. Enginn er í einangrun. Minnt er á breytingar á morgun 4.maí.
Lesa
02.05.2020
kl. 18:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Sex eru enn skráðir í sóttkví á Austurlandi. Enginn er í einangrun vegna smits. Aðgerðastjórn áréttar að góður árangur hingað til er verk okkar allra og verður það áfram. Kynnum okkur vel þær tilslakanir sem hefjast eftir tvo daga þann 4.maí næstkomandi.
Lesa
01.05.2020
kl. 16:13
Jóhanna Hafliðadóttir
Sex eru enn í sóttkví á Austurlandi vegna COVID-19. Enginn er í einangrun en átta smit greinst frá upphafi faraldursins. Öllum átta hefur batnað.
Njótum dagsins, 1. maí.
Lesa
30.04.2020
kl. 16:43
Jóhanna Hafliðadóttir
Sex eru nú í sóttkví á Austurlandi. Enginn er í einungrun vegna smits. Breyting á reglum 4. maí, - litlar breytingar fyrir okkur flest ! Aðgerðastjórn hvetur íbúa til að kynna sér þessar reglur enda einungis um útdrátt að ræða hér.
Lesa