Sex eru nú í sóttkví á Austurlandi. Enginn er í einungrun vegna smits.
Breyting á reglum 4. maí, - litlar breytingar fyrir okkur flest !
Fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50. Annað er óbreytt, svo sem fjöldi í matvöruverslunum og lyfjabúðum. (Sjá 3. gr.)
Nálægðarmörk eru enn tveir metrar. (Sjá 4. gr.)
Heimilt er eftir 4. maí að veita tannlæknaþjónustu og sjúkraþjálfun auk þess sem starfsemi nudd-, hárgreiðslu- og snyrtistofa er heimiluð. Ökukennsla og flugkennsla er heimiluð að nýju og akstur þjónustubifreiða. (Sjá 6. gr.)
Skólasund er heimilað en sundstaðir annars lokaðir. (Sjá 6. gr.)
Æfingar og keppnir skipulagðs íþróttastarfs eru heimilar án áhorfenda. Snertingar eru óheimilar og halda skal tveggja metra bili. Ekki er heimilt að nota búnings- eða sturtuklefa. Þá mega ekki fleiri en fjórir vera saman innandyra í 800 fm rými. (Sjá 6. gr.)
Sundæfingar eru heimilar fyrir allt að sjö manns í einu. (Sjá 6. gr.)
Starfsemi leik- og grunnskóla er heimil og án takmarkana sem og íþrótta- og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólaaldri. Sama á við um starfsemi dagforeldra, frístundaheimila og aðra lögbundna þjónustu á leik- og grunnskólastigi. Einnig á þetta við um tónlistarnám barna á leik og grunnskólastigi. (Sjá 8. gr.)
Aðgerðastjórn hvetur íbúa til að kynna sér þessar reglur enda einungis um útdrátt að ræða hér. Hún áréttar og að jafnvel það sem heimilt er samanber ofangreint, er að öllu jöfnu heimilt að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/04/21/Breyttar-reglur-um-takmarkanir-a-samkomum-fra-4.-mai/
Fyrir þau okkar sem ekki eru á leik- eða grunnskólaaldri og ekki í skipulögðu íþróttastarfi er staðan meira og minna sú sama og áður. Við megum þó fara í sjúkraþjálfun til að mynda og til hárskera. Gleðjumst yfir því og þrömmum svo þennan stíg saman líkt og við höfum gert fram til þessa.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.