Þrír eru í sóttkví á Austurlandi vegna COVID-19. Enginn er í einangrun.
Kálið enn ekki sopið
Aðgerðastjórn finnur fyrir létti íbúa vegna jákvæðrar þróunar COVID mála og haftalosunar. Sú þróun mun vonandi halda áfram.
Til að stuðla að henni hvetur aðgerðastjórn íbúa til að hafa varann á sem fyrr og fylgja öllum þeim leiðbeiningum sem enn eru til staðar. Bent er á að hjarðónæmi er ekki fyrir hendi og við því jafn útsett fyrir smiti og í upphafi faraldursins.
Aukin ferðalög og hreyfingar fólks milli landshluta, á lofti, láði eða legi, auka einnig hættu á smiti.
Höldum því áfram að gæta okkar, fylgjum tveggja metra reglunni, munum handþvottinn og munum sprittið. Þannig tryggjum við okkur sjálf og þá sem í kringum okkur eru og stuðlum jafnframt að áframhaldandi auknu frjálsræði í leik og starfi.
Gerum þetta saman, ekki síður nú en fyrir 4. maí.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.