Sumarlokun bæjarskrifstofu 2020

Á fundi bæjarstjórnar þann 6. maí sl. var samþykkt tillaga bæjarráðs um að skrifstofa Fljótsdalshéraðs verði lokuð frá mánudeginum 20. júlí til og með föstudeginum 31. júlí, vegna sumarleyfa starfsfólks. Líkt og undanfarin ár verður þó svarað í síma bæjarskrifstofunnar á hefðbundnum opnunartíma virka daga og reynt að leysa úr brýnum erindum eftir því sem kostur er.

Flestir starfsmenn nýta þó þessar vikur til orlofstöku og verður starfsemi því í algeru lágmarki. Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að hafa þetta í huga og reyna að beina erindum sínum til sveitarfélagsins inn á önnur tímabil.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs ætlar jafnframt að taka sitt sumarleyfi á hefðbundnum tíma. Þannig munu fundir hennar í júlí og fyrri fundur í ágúst falla niður, en bæjarráð mun á þeim tíma fara með fullnaðarafgreiðsluheimild mála.