- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Inni á Betra Fljótsdalshéraði eru íbúar hvattir til þess að setja inn hugmyndir að sumarverkefnum í sveitarfélaginu.
Þetta geta hvort tveggja verið verkefni sem vinnuskólinn og starfsfólk sveitarfélagsins getur unnið en alls ekki síður verkefni sem íbúar sjálfir, félagasamtök eða aðrir hópar geta eignað sér og unnið með einhvers konar aðstoð frá sveitarfélaginu.
Um er að ræða smærri verkefni, þau sem tekur dag eða fáa daga að ljúka, en ekki yfirgripsmeiri verkefni eða nýframkvæmdir. Dæmi um hentug verkefni eru lagfæring ákveðinna svæða s.s. þökulagning og gróðursetning, málun grindverka o.s.frv.
Athugið að ekki er víst að hægt verði að ráðast í öll verkefni í sumar, það fer m.a. eftir umfangi verkefna og fjölda starfsfólks.