Samfélagsverkefni Ungmennafélagsins Þristar, Þristur blæs til leiks, gekk frábærlega og var gaman að sjá hversu mikinn þátt íbúar á Fljótsdalshéraði tóku.
Nú ætlar Þristur að blása til seinni hálfleiks í samvinnu við Fljótsdalshérað og Þjónustusamfélagið á Héraði. Seinni hálfleikur snýst um að inn á Facebook síðu Þristar verða sett inn 1-2 viðfangsefni í viku og er það íbúa á Fljótsdalshéraði að setja inn myndir, myndbönd eða texta í athugasemdir við hvert viðfangsefni.
Það er svo hægt að setja viðbrögð, eins og „like“, við athugasemdirnar og þær myndir, myndbönd eða textar sem fá flest viðbrögð vinna til glæsilegra vinninga. Eru vinningarnir í boði Þristar og Fljótsdalshéraðs og eiga að hvetja okkur öll til að vera dugleg að nýta alla þá frábæru þjónustu sem við höfum hér á svæðinu.
Nýjasta innlegg Þristar er fyrir íslenska plokkdaginn sem haldinn verður um allt land á laugardaginn og á að hvetja okkur öll til að taka þátt og plokka í okkar umhverfi.
Hægt er að fylgjast með og taka þátt á Facebook síðu Þristar.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.