- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Smit á Austurlandi eru átta talsins. Síðast kom upp smit 9. apríl. Af þeim átta sem smitast hafa eru tveir enn í einangrun. Átján eru í sóttkví, einum fleiri en í gær.
Aðgerðastjórn hvetur alla til að gæta þess áfram að virða leiðbeiningar sóttvarnayfirvalda. Þannig aukast líkur á að hægt verði að hrinda í framkvæmd tilslökunum sem boðaðar hafa verið 4. maí næstkomandi.
Þá er æskilegt að þau okkar sem það eiga eftir, hlaði smitrakningarappinu niður í símana sína. Appið getur skipt sköpum þegar á reynir að geta hratt og vel sinnt smitrakningu við þau vonandi fáu smit sem upp kunna að koma. Það má meðal annars finna á vefslóðinni https://www.covid.is/app/is
Förum varlega um helgina.