- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Það hefur verið einhver misbrestur á því að farið sé að þeim reglum sem gilda um Fellavöll eftir að hann var opnaður í vikunni.
Því þarf að árétta það að völlurinn verði eingöngu notaður fyrir einstaklinga og/eða fjölskyldur til æfinga eða skemmtunar.
Á vellinum eiga ekki að vera fleiri en 15 í einu og þarf að virða 2 metra regluna í hvívetna.
Ef foreldrar eru ekki að aðstoða sín börn væri því kjörið að þeir séu í áhorfendastúku eða utan við girðingu. Þannig komast fleiri inn á völlinn.
Öll börn yngri en 18 ára þurfa að vera í fylgd með sínu foreldri eða forráðaaðila. Það þýðir að ekki er nóg að einn fullorðinn komi með mörgum iðkendum, nema sá fullorðni eigi alla iðkendurna.
Eru þessar reglur settar til þess að halda smithættu í lágmarki og verði þær ekki virtar þá verður vellinum lokað aftur.