Tilkynning frá aðgerðastjórn 16.apríl

Engin ný smit hafa komið upp á Austurlandi nýlega. Átta smit hafa greinst í fjórðungnum frá því faraldurinn hófst. Sex þeirra smituðu hafa náð sér. Tveir eru enn í einangrun. Sautján eru í sóttkví.

 

Óvissutímar - heilbrigðisþjónusta

Á óvissutímum eins og nú ríkja þá er eðlilegt að vanlíðan og hræðsla geri vart við sig og aðgerðastjórn áréttar sína fyrri ábendingu til fólks um að snúa sér þá til heilbrigðisþjónustunnar; hringja í sína heilsugæslustöð eða hafa samband í gegnum almenn skilaboð á heilsuvera.is. Einnig má hringja í hjálparsíma Rauða krossins 1717 og vaktsíma heilsugæslunnar 1700 utan dagvinnutíma.