Hreyfivika 2020

Í næstu viku, 25. – 31. maí, verður haldin árleg Hreyfivika UMFÍ. Hreyfivika hefur það markmið að vekja athygli á gildi íþrótta- og hreyfingar sem hluti af heilbrigðum lífsstíl. Hreyfivika, eða Move Week, er haldin um allt land og í ár, líkt og áður, verður gríðarlega fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á Fljótsdalshéraði.

Líkt og á síðustu ár er það Ungmennafélagið Þristur sem býður upp á fjölmarga og fjölbreytta viðburði í Hreyfiviku. Má þar t.d. nefna rathlaup í Selskógi, Fardagafossáskorun og rólyndis hjólatúr. Á Facebooksíðu Þristar er hægt að skoða þá viðburði sem félagið stendur fyrir.

Þá er hvatt til þess að hvíla bílinn á meðan á Hreyfiviku stendur og nýta frekar virkan ferðamáta til að komast í vinnu og tómstundir.