Í næstu viku, 25. – 31. maí, verður haldin árleg Hreyfivika UMFÍ. Hreyfivika hefur það markmið að vekja athygli á gildi íþrótta- og hreyfingar sem hluti af heilbrigðum lífsstíl. Hreyfivika, eða Move Week, er haldin um allt land og í ár, líkt og áður, verður gríðarlega fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á Fljótsdalshéraði.
Líkt og á síðustu ár er það Ungmennafélagið Þristur sem býður upp á fjölmarga og fjölbreytta viðburði í Hreyfiviku. Má þar t.d. nefna rathlaup í Selskógi, Fardagafossáskorun og rólyndis hjólatúr. Á Facebooksíðu Þristar er hægt að skoða þá viðburði sem félagið stendur fyrir.
Þá er hvatt til þess að hvíla bílinn á meðan á Hreyfiviku stendur og nýta frekar virkan ferðamáta til að komast í vinnu og tómstundir.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.