- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Skipuleggjendum Urriðavatnssunds þykir miður að þurfa að tilkynna að sundið fari ekki fram 2020 vegna óvissu tengdri COVID-19.
Í tilkynningunni segir:
„Fram að þessu hefur þeim möguleika verið haldið opnum, þrátt fyrir COVID-19, að sundið gæti farið fram. Að vandlega athuguðu máli og að höfðu samráði við sóttvarnarlækni, teljum við ekki forsendur til þess og þar kemur einkum tvennt til:
Annars vegar sú mikla ábyrgð sem í því fælist að stefna saman og í versta falli útsetja mögulega fyrir smiti hluta þeirra sem tilheyra framvarðarsveit í COVID-19 faraldri á Austurlandi. Þar er vísað til þess að síðastliðin ár hafa að a.m.k. 25 björgunarsveitarmenn og 3-5 heilbrigðisstarfsmenn verið kjarni sjálfboðaliðasveitar við sundið.
Hins vegar og þessu samofið getur orðið erfitt að tryggja öryggi sundmanna, en einmitt það hefur verið eitt helsta áhersluatriði við skipulag sundsins.
Við hvetjum fólk til að halda sér frísku og í formi og vera tilbúið í átök og gleði 2021“