Samhliða forsetakosningum þann 27. júní greiða íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar atkvæði um sex tillögur að heiti á nýtt sveitarfélag.
Auglýst var eftir hugmyndum að heiti á sameinað sveitarfélag í upphafi ársins og bárust 112 tillögur með 62 hugmyndum að heitum á nýtt sveitarfélag. Sautján tillögur fóru til umsagnar hjá Örnefnanefnd. Greidd verða atkvæði um eftirfarandi tillögur.
Austurþing
Austurþinghá
Drekabyggð
Múlabyggð
Múlaþing
Múlaþinghá
Kosningaaldur í kosningu um heiti sveitarfélagsins miðast við 16 ára, en kjörskrá verður að öðru leyti í samræmi við lög um kosningar til sveitarstjórna. Kjósendum verður boðið upp á raðval með því að velja fyrsta og annan valkost. Niðurstöður eru ekki bindandi og mun ný sveitarstjórn taka ákvörðun um nýtt heiti þegar hún kemur til starfa í október.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.