Ungt fólk og svefn – fyrirlestur í streymi

Næstu fimm fimmtudaga standa Rannsóknir og greining fyrir fyrirlestraröð um Ungt fólk rannsóknirnar. Nýjustu niðurstöður eru úr könnun sem lögð var fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla fyrr á þessu ári en þar er meðal annars spurt um heilsu og líðan, svefn og áfengis- og vímuefnaneyslu.

Í fyrirlestrum næstu vikna, sem streymt verður úr Háskólanum í Reykjavík, verður fjallað um þessa þætti og hefst fyrirlestraröðin á umfjöllun um svefn ungmenna.

Það verða Erla Björnsdóttir, sálfræðingur, doctor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í svefnrannsóknum hjá Betri svefn (betrisvefn.is) og Margrét Lilja Guðmundsdóttir, kennari við íþróttafræðideild HR og sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu sem flytja erindið.

Foreldrar og áhugafólk um líðan unglinga og ungmenna er hvatt til að fylgjast með erindunum næstu fimmtudaga. 

Hlekkinn á streymið má finna hér að neðan og frekari upplýsingar um næstu fyrirlestra er að finna á heimasíðunni rannsoknir.is. Allir fyrirlestrarnir hefjast klukkan 12.

https://livestream.com/ru/frghr2020-1