Undirbúningsstjórn verkefnisins hefur lagt til við sveitarstjórnarráðuneytið að boðað verið til sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar þann 19. september.
Áður var boðað til sveitarstjórnarkosninga þann 18. apríl 2020, með það fyrir augum að sameining sveitarfélaganna tæki gildi 3. maí 2020, þegar ný sveitarstjórn kemur saman. Sveitarstjórnarkosningum var frestað með vísan til þess að heilbrigðisráðherra hafði á grundvelli sóttvarnalaga takmarkað samkomur tímabundið til að hægja á útbreiðslu heimsfaraldri COVID-19.
Endurskoðuð verk- og tímaáætlun verkefnisins hefur verið samþykkt og byggir hún á að kosningar til sveitarstjórnar og heimastjórna fari fram 19. september og að ný sveitarstjórn taki við 4. október.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.