- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Engin ný smit hafa komið upp á Austurlandi og enginn í einangrun.
Svo sem kunnugt er hefur verkefnisstjórn um sýnatöku fyrir COVID-19 á landamærum skilað skýrslu sinni til heibrigðisráðherra og lokið störfum. Ljóst er samkvæmt skýrslunni að gert er ráð fyrir að sýni verði tekið af ferðamönnum er koma til landsins frá há áhættusvæðum. Það á því við meðal annars um hluta þeirra farþega sem koma með Norrænu til Seyðisfjarðar og með flugi á Egilsstaði.
Stofnaður hefur verið starfshópur á Austurlandi með það verkefni að gera tillögu að verklagi sem viðhaft verður þann 15. júní þegar sýnataka á að hefjast. Í hópnum eru fulltrúar Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA), Smyril line, Isavia og lögreglu. Stefnt er að því tillögur hópsins liggi fyrir á miðvikudag og verði þá sendar nýrri verkefnastjórn stjórnvalda til kynningar.