Fréttir

Krakkastarf CrossFit Austur / CrossFit for kids.

Fjölbreytt starf fyrir börn og unglinga fer fram hjá CrossFit Austur. CrossFit Austur offers a selection of activities for children.
Lesa

Þjóðsögur frá Bretlandi – sagnaþulur í Sláturhúsinu

Breski sagnaþulurinn Katy Cawkwell verður á Egilsstöðum 18. og 19. október og verður með sagnakvöld og sagnamennskunámskeið í Sláturhúsinu. Katy hefur starfað sem sagnaþulur í tvo áratugi og sérhæfir sig í breskri þjóðsagnahefð. Efnið er flutt á ensku en bæði námskeiðið og frásagnarkvöldið eru hönnuð fyrir þátttakendur sem ekki hafa mikla kunnáttu í ensku.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

283. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 17. október 2018 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

„Kona á skjön“ Áhugaverð sýning í Safnahúsinu

Nýverið var opnuð sýning um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi í Safnahúsinu á Egilsstöðum. Sýningin er farandsýning en hún verður í húsinu til nóvemberloka
Lesa

SAFT netöryggisfræðsla fyrir foreldra nemenda í 6. og 7. bekk

Mánudaginn 8. október klukkan 9 verður foreldrum nemenda í 6. og 7. bekk grunnskóla á Fljótsdalshéraði boðið upp á netöryggisfræðslu. SAFT, vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi, heldur námskeiðið.
Lesa

Hvernig líður börnunum?

Mánudaginn 8. október klukkan 20:00 býður Fljótsdalshérað foreldrum í sveitarfélaginu upp á kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar Hagir og líðan sem rannsóknarmiðstöðin Rannsóknir og greining leggja fyrir 8.-10. bekkinga á Íslandi á hverju ári. Unglingar eru hvattir til að mæta með foreldrum sínum.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 3. október

282. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 3. október 2018 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Flugslysaæfing á Egilsstaðaflugvelli

Á Egilsstaðaflugvelli stendur yfir flugslysaæfing. Hún var sett í gærkvöld í Egilsstaðaskóla og undir miðnætti var bátaæfing á Lagarfljóti.
Lesa

Stóri tónlistardagurinn á laugardaginn

Stóri tónlistardagurinn verður haldinn í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum laugardaginn 29. september. Stóri tónlistardagurinn er liður í Bras menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi sem haldin hefur verið í nokkrum sveitarfélögum í september með margvíslegum smiðjum, verkefnum og viðburðum.
Lesa

Körfubolti hjá Hetti / Höttur basketball

Körfuboltaæfingar fyrir börn og unglinga. Basketball practices for children.
Lesa