Breski sagnaþulurinn Katy Cawkwell verður á Egilsstöðum 18. og 19. október og verður með sagnakvöld og sagnamennskunámskeið í Sláturhúsinu. Katy hefur starfað sem sagnaþulur í tvo áratugi og sérhæfir sig í breskri þjóðsagnahefð.
Fimmtudagskvöldið 18. október klukkan 20 flytur hún söguna af Kate Crackernuts ásamt fleiri þekktum breskum þjóðsögum í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.
Föstudagskvöldið 19. október klukkan 20 heldur Katy kvöldnámskeið í sagnamennsku og frásagnarlist.
Koma Katy Cawkwell er kostuð af British Council en aðgangur að báðum viðburðum er gjaldfrjáls. Efnið er flutt á ensku en bæði námskeiðið og frásagnarkvöldið eru hönnuð fyrir þátttakendur sem ekki hafa mikla kunnáttu í ensku.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.