Flugslysaæfing á Egilsstaðaflugvelli

Æfingin hófst í gær með setningu og fyrirlestrum í Egilsstaðaskóla
Æfingin hófst í gær með setningu og fyrirlestrum í Egilsstaðaskóla

Á Egilsstaðaflugvelli stendur yfir flugslysaæfing. Hún var sett í gærkvöld í Egilsstaðaskóla og undir miðnætti var bátaæfing á Lagarfljóti. 

Æfingin sjálf verður svo á flugvellinum á morgun laugardag. Þetta er reglubundin æfingu þar sem æfð er flugslysaáætlun fyrir Egilsstaðaflugvöll en það er gert á þriggja til fjögurra ára fresti.  

Að æfingunni standa ISAVIA og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og er hún ætluð starfsfólki flugvalla, björgunarsveitum, sjálfboðaliðum Rauða krossins, lögreglu, slökkviliði, heilbrigðisstarfsfólki og fleirum. 

Vel hefur tekist að manna sjálfboðaliða - um það bil  60 "leikarar" hafa skráð sig til að vera fórnarlömb í hópslysaæfinunni. Þá má búast við aukinni umferð um Egilsstaði þessa dagana og íbúum bent á að láta sér ekki bregða við ferðir björgunarsveita á svæðinu.