Mánudaginn 8. október klukkan 20:00 býður Fljótsdalshérað foreldrum í sveitarfélaginu upp á kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar Hagir og líðan sem rannsóknarmiðstöðin Rannsóknir og greining leggja fyrir 8.-10. bekkinga á Íslandi á hverju ári. Áhersla kynningarinnar verður að venju á unglinga á Fljótsdalshéraði og Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, fer yfir niðurstöðurnar.
Til viðbótar við kynningu Margrétar Lilju verður verkefnastýra Heimilis og skóla með erindi um mikilvægi foreldra í forvörnum og 18 ára ábyrgð.
Foreldrar barna og unglinga á aldrinum 12-18 ára eru sérstaklega hvattir til að gefa sér tíma og mæta á fræðslufundinn, þetta er málefni sem varðar okkur öll. Unglingar eru hvattir til að mæta með foreldrum sínum.
Kynningarfundurinn verður haldinn í hátíðarsal Egilsstaðaskóla.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.