Yfirlit frétta

Bæjarstjórnarbekkurinn 2018

Minnum íbúa Fljótsdalshéraðs á bæjarstjórnarbekkinn, sem líkt og undanfarin ár verður settur upp á Jólakettinum 2018 (Barra- markaðinum), en hann verður haldinn laugardaginn 15. desember að Valgerðarstöðum frá klukkan 10:00 til 16:00.
Lesa

Sameiningarviðræður: Samið við ráðgjafarfyrirtæki

Á fundi samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna Borgafjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, sem haldinn var þriðjudaginn 4. desember 2018, var samþykkt samhljóða að ganga til samninga við RR ráðgjöf varðandi verkefnastjórn og vinnu við stöðumat og framtíðarsýn.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

286. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 5. desember 2018 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Nýtt jólanámsefni í Minjasafninu

Námsefni Minjasafns Austurlands hefur verið í vinnslu og þróun um nokkurt skeið í samstarfi við Unni Maríu Sólmundsdóttir sem á og rekur námsefnisgagnabankann Kennarinn.is. Um er að ræða 10 námsefnispakka, einn fyrir hvern bekk grunnskólans. Fjallað er um mismunandi efni í hverjum pakka en allir tengjast þeir safnkosti Minjasafnsins eða sögu Austurlands.
Lesa

Stefnumótunarfundur um Selskóg

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur ákveðið að halda stefnumótunarfund varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Selskóg þann 11. desember nk. Til fundarins er boðið öllum þeim sem hafa áhuga á Selskógi.
Lesa

Fullveldisfögnuður á Austurlandi – hátíðardagskrá í ME

Þess hefur víða og með margvíslegum hætti verið minnst á þessu ári að 100 ár eru liðin síðan Ísland varð fullvalda ríki. Hátíðardagskrá verkefnisins „Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi?“ verður í Menntaskólanum á Egilsstöðum laugardaginn 1. desember frá klukkan 13 til 15.
Lesa

Ný lögheimilislög - hlutverk sveitarfélaga

Þann 1. janúar 2019 taka í gildi ný lög um lögheimili og aðsetur. Í greinargerð með lögunum kemur fram að meginreglan verði sú að tilkynningar um lögheimilisskráningar skuli berast með rafrænum hætti.
Lesa

Fljótsdalshérað: Styrkir til menningarstarfs

Atvinnu- og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs auglýsir til umsóknar styrki til menningarstarfs með umsóknarfresti til og með 16. desember 2018. Umsækjendur verða að tengjast Fljótsdalshéraði með búsetu, eða með því að viðburðurinn fari fram á Fljótsdalshéraði eða feli í sér kynningu á menningarstarfsemi á Fljótsdalshéraði. Stefnt er að því að afgreiðsla styrkumsókna muni liggja fyrir fyrir 1. febrúar 2019.
Lesa

Fjárhagsáætlun 2019 – 2022

Tillaga fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 ásamt 3ja ára áætlun fyrir 2020-2022 lögð fram til seinni umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs á fundi þann 21. nóvember 2018 klukkan 17:00.
Lesa

Tómstundaframlag - Contribution to children‘s leisure activities

Nú fer hver að verða síðastur að sækja um tómstundaframlag á Fljótsdalshéraði fyrir árið 2018. Application deadline for contribution to children‘s leisure activities in Fljótsdalshérað is December 10th. Termin składania wniosków o dodatek dla dzieci, na dodatkowe zajęcia w naszej gminie Fljótsdalshérað, upływa 10 grudnia.
Lesa