- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Þann 1. janúar 2019 taka í gildi ný lög um lögheimili og aðsetur. Í 1. mgr. 13. gr. laganna segir: „Tilkynning um breytingu á lögheimili innan lands og aðsetri skal gerð rafrænt eða á starfs-stöðvum Þjóðskrár Íslands í samræmi við reglugerð sem ráðherra er heimilt að setja.” Í greinargerð kemur fram að meginreglan verði sú að tilkynningar um lögheimilisskráningar skuli berast með rafrænum hætti. Með þessu ákvæði falla niður heimildir til að skila inn tilkynningum um breytt lögheimili innanlands til lögreglu, sýslumanna og sveitastjórna.
Frekari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi skjali og nýjum lögum um lögheimili og aðsetur sem lesa má hér á vef Stjórnartíðinda.